Lakkrís kókos smákökur
- Auðvelt
Uppskrift
Rosalega góðar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni, að mestu.
- 1 b smjör, t.d. vegan frá earth balance
- 1 b lífrænn hrásykur
- 1 msk vegan mayo
- 1 msk útbleytt chiafræ*
- 1 tsk vanilla
- - hræra þetta saman í hrærivél þar til létt og loftkennt
(t.d. 10-15 mín)
- 2 ¼ b kókosmjöl
- 2 ¼ b spelt, fínt malað
- 1 tsk lyftiduft
- 1 b smátt skornir lakkrísbitar
- ½ b súkkulaði, lífrænt
- - þurrefnunum bætt út í og hrært stutt saman, bara um 15 sekúndur eða þar til allt hefur blandast saman
* Útbleytt chiafræ eru 1 hluti chiafræ og 4 hlutar vatn. Gott að eiga þessa blöndu í ísskápnum í krukku því hún geymist vel.
Best er að baka úr deiginu þegar það er við stofuhita, ekki þarf að kæla deigið fyrst. Gott er að nota teskeið til að búa til kökur til að raða á ofnplötuna. Fletjið kökurnar smávegis út með fingrunum ef þið viljið flatar kökur, en svo er líka hægt að móta kúlur og þá verða kökurnar hærri.
Bakið í forhituðum ofni við 185°C í 5-10 mínútur, eða þar til kökurnar byrja að taka lit. Gott að fylgjast með, fer eftir ofninum hvort þær þurfa bara 5 mín, eða meira.
Færið kökurnar yfir á kökugrind til að kólna í smástund áður en þið njótið!