Árstíðirnar


Marzípanmolar

Sælgæti Vetur

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessir dásamlegu marzípanmolar eru einfaldir og ljúffengir. Gott nammi til að eiga í frystinum.

  • 150g lífrænar möndlur frá Himneskt
  • 1 ¼ dl agavesíróp
  • 1 dl lífræn kókosolía, fljótandi
  • ½ - 1 tsk möndludropar
  • 1 tsk vanilla
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • 200g dökkt súkkulaði, lífrænt & fairtrade

Setjið möndlurnar í matvinnsluvél og malið þar til þær verða að mjöli. Bætið restinni af uppskriftinni út í, fyrir utan súkkulaðið, og blandið vel saman.

Setjið marzípanið í frysti í 15-30 mín svo það stífni því þá er mikið auðveldara að rúlla úr því kúlur.

Búið til kúlur úr marzípaninu. Gott er að geyma kúlurnar í frystinum á meðan súkkulaðið er brætt svo kúlurnar séu vel kaldar þegar á að byrja að hjúpa.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði – gott að hafa hitann ekki of háan svo súkkulaðið hitni ekki of mikið, heldur bara rétt bráðni, þá fær konfektið fallegan gljáa.

Notið gaffal til að dýfa kúlunum ofan í súkkulaðið, leggið svo á bökunarpappír til að stífna. 

Molarnir geymast best í kæli/frysti og eru ljómandi góðir beint úr kælinum.