Árstíðirnar


Piparkökur úr spelti

Vetur

 • spelt piparkökur
 • Vegan: Já

Uppskrift

Bragðgóðar piparkökur úr spelti.
 • 140 g vegan smjör
 • 140 g púðursykur
 • 110 g síróp
 • 2 tsk vanilla
 • 1 msk mandarínuhýði
 • 350g spelt
 • 1 tsk matarsódi
 • 1  ½ msk engifer
 • 1  ½ msk kanill
 • ¼-½ tsk sjávarsaltflögur
Byrjið á að þeyta smjörlíkið í hrærivél, bætið svo púðursykri, hlynsírópi, vanillu og mandarínuhýði út í og hrærið saman.

Bætið þurrefnunum út í, þ.e.a.s. spelti, matarsóda, engifer, kanil og salti, og hnoðið í höndunum.

Best er að kæla deigið í ísskápnum í klst áður en það er flatt út. Ef þið hafið ekki tíma til að bíða þá er gott ráð að setja bökunarpappír á borðið, deig ofan á, bökunarpappír ofan á deigið og fletja það þannig út með kökukefli, þá klístrast það ekki við kökukeflið.

Skerið út allar þær fígúrur sem ykkur langar til.

Bakið við 175 í u.þ.b. 10 mín.