Árstíðirnar


Fylltar konfektkúlur

Vetur

  • Miðlungs
  • vegan konfekt innblásið af ferrero rocher
  • Vegan: Já

Uppskrift

Ef þú ert hrifin af dökku súkkulaði og hnetum þá er þetta konfekt eitthvað fyrir þig.

  • Fyllingin

  • 120g dökkt lífrænt 71% súkkulaði
  • 145g kókosmjólk
  • 35g rjómaostur (vegan)
  • 100g súkkulaði heslihnetusmjör, vegan*
  • 1 tsk vanilludropar
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
  • Kjarninn

  • 30 þurristaðar heslihnetur (u.þ.b. 50g)
  • Skelin

  • 175g dökkt lífrænt 71% súkkulaði
  • 1 msk súkkulaði heslihnetusmjör
  • 100g ristaðar og smátt saxaðar heslihnetur eða möndlur

Auðveldast er að nota lítil konfekt form til að gera þessa uppskrift, þau fást í Hagkaup og  flestum búsáhaldabúðum.

*Notið tilbúið súkkulaði heslihnetusmjör úr krukku eða búið til heimagert, uppskriftin er á vefnum okkar undir Uppskriftir > Sætindi > Krem

Aðferð

Byrjið á að rista u.þ.b. 150g heslihnetur eða möndlur.
Hitið ofninn í 160°C og dreifið hnetunum á bökunarpappír á ofnskúffu.
Bakið í 6-8 mínútur, fylgist vel með eftir 6 mínútur að þær verði ekki of dökkar eða byrji að brenna.
Takið hneturnar út og leyfið að kólna.
U.þ.b. 30 stykki eiga að vera heilar fyrir miðjuna, en restina á að saxa niður.

Fyllingin

Brjótið súkkulaðið í bita og setjið í skál og hitið yfir potti með vatni.
Þegar súkkulaðið er byrjað að bráðna takið skálina af pottinum og hrærið restinni af hráefninu út í, þ.e.a.s. kókosmjólk, rjómaosti, heslihnetusmjöri, vanilludropum og salti.

Setjið innihaldið í sprautupoka eða plastpoka og inn í ísskáp og látið kólna og stífna í um klukkustund. Það er líka hægt að láta kólna í skálinni og nota teskeið við að setja fyllinguna í formin.

Fyllið formin u.þ.b 2/3 með fyllingu og ef þið notið sprautupoka eða plastpoka þá klippið þið u.þ.b. hálfan cm upp í hornið.
Setjið síðan 1 ristaða heslihnetu í hvert form og lokið með því að setja fyllingu yfir svo hún hylji heslinhetuna. Setjið inn í frysti þar til þetta stífnar.

Til að súkkulaðihúða fyllinguna:

Byrjið á að bræða súkkulaðið og hrærið heslihnetusmjörinu út í, látið kólna án þess að stífna.
Dýfið hverjum mola í súkkulaðið og veltið svo upp úr heslihnetu- eða möndlumulningnum og setjið á disk með bökunarpappír og inn í frysti þar til þetta er storknað.

Ef ykkur finnst þurfa meira súkkulaði er hægt að dýfa aftur ofan í súkkulaðið, en þess þarf oftast ekki.