Árstíðirnar


Jóla ostakaka

Vetur

  • Piparköku ostakaka vegan
  • Vegan: Já

Uppskrift

Þessi jólalega ostakaka er dásamleg í desember.

  • Botninn

  • 250g piparkökur
  • 75g smjör t.d. vegan, skorið í litla teninga
  • Fyllingin

  • 150g kasjúhnetur, í bleyti í amk 2 klst
  • 200g rjómaostur, t.d. vegan
  • 250g kókosmjólk (setjið inn í ísskáp í 2 klst og notið þykka hvíta hlutann)
  • 225g agavesíróp
  • safi og hýði af 2 sítrónum
  • 2 msk kókosolía
  • 2 msk maizenamjöl
  • 1 tsk vanilludropar
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
  • Skraut

  • nokkrar brotnar piparkökur
  • fersk ber eða granateplakjarnar
  • nokkur mintulauf

Botninn

Byrjið á að setja piparkökurnar í matvinnsluvél og mala þar til þær verða að fínu mjöli.

Bætið smjörlíkinu út í og blandið í um ½ mín eða þar til þetta er orðið að deigi.

Þjappið niður í smurt form, ca 24 cm í þvermál og forbakið við 160°C í 6 mín.

Fyllingin

Hellið vatninu af kasjúhnetunum.

Setjið allt hráefni í blandara og blandið þar til silkimjúkt.

Hellið fyllingunni yfir forbakaða botninn og bakið við 160°C í 55 mín

Látið kólna í a.m.k. 2 klst í kæli áður en þið skreytið og njótið.

Geymist allt að 1 viku í kæli.
----------------------------------------
Ef þið viljið nota heimagerðar piparkökur í botninn þá er uppskrift hér:
https://www.himneskt.is/uppskriftir/arstidirnar/piparkokur-ur-spelti