Ofnbakaður grautur
- Vegan: Já
Uppskrift
Ofnbakaður grautur
- 2 ½ dl basmati hrísgrjón, lífræn frá Himneskt
- 3 dl vatn
- 1 l sojamjólk, lífræn (hægt að nota aðra jurtamjólk)
- 1 msk vanilludropar
- ¼ tsk sjávarsalt kanilstöng (ef þið eigið, má alveg sleppa)
Jólagrautur
- 1 skammtur grjónagrautur
- 1 peli (ca 250ml) sojarjómi eða þinn uppáhalds þeytanlegi rjómi (t.d. Oatly, Alpro eða Soyatoo)
- 100g möndlur- ristaðar og saxaðar
- kirsuberjasósa ef vill
Hitið ofninn í 175°C
Skolið hrísgrjónin í sigti.
Setjið grjónin í pott ásamt vatninu og látið sjóða í nokkrar mínútur á hellu, þar til lítið vatn er eftir.
Hellið nú allri sojamjólkinni út í pottinn og látið suðuna koma upp, þannig að grjónin taki aðeins í sig vökvann.
Setjið nú pottinn (án loks) inn í forhitaðan ofninn (175°C) og látið bakast í u.þ.b. 40 mínútur. Passið að nota pott eða eldfast mót sem þolir að fara í ofninn, t.d. ekkert með plasti á sem gæti bráðnað. Og ílátið verður líka að vera nógu stórt, ekki fylla alveg.
Fyrir grjónagraut:
Takið himnuna af og berið fram með jurtamjólk og kanilsykri.Fyrir jólagraut:
Takið himnuna af og færið grautinn í skál. Gott að hrærar aðeins upp í honum svo hann verði ekki of þéttur. Geymið skálina í kæli í amk 2 klst.
Saxið möndlurnar og ristið í ofni í smástund. Kælið.Þeytið rjómann.
Takið grautinn úr kælinum, blandið möndlunum og þeyttum rjómanum varlega saman við.
Berið fram með kirsuberjasósu eða því sem ykkur þykir best.
Sumir vilja kanilsykur eða bráðið súkkulaði.