Árstíðirnar


Bláberjasulta

Haust Sultur

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi sulta inniheldur mun minna af sykri en hefðbundnar sultur og geymsluþolið er því skert. Sulta sem ekki á að borða fljótlega geymist best í frysti.

  • 650 g bláber
  • 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur
  • 1/2-1 tsk vanilluduft

Bláberin eru hreinsuð, skoluð og þurrkuð. Svo er allt sett í pott og soðið í um 10-15 mín. Sultan sett á mjög hreinar krukkur og kæld. Einnig má frysta sultuna, þannig geymist hún best.