Árstíðirnar


Eplasalat

Salöt og grænmeti

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • Eplasalat
  • 2 lífræn epli, kjarnhreinsuð
  • 3 sellerístönglar, skornir í litla þunna bita
  • 3 grænkálsblöð, rifin í bita og steikt á pönnu
  • 10 lífrænar þurrkaðar aprikósur, smátt saxaðar
  • 2 msk granateplakjarnar
  • 10 pekanhnetur

  • Dressingin:
  • 3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
  • 2 dl vatn
  • 2 – 3 msk ólífuolía eða önnur góð olía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 msk sinnep
  • 1 lítið hvítlauksrif
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk salt
  • 2 – 3 döðlur

Setjið allt hráefnið fyrir dressinguna í blandara og blandað vel saman, kannski þarf að bæta smá meira vatni út í ef blandarinn á í erfiðleikum.

Skerið grænmetið og eplin í bita og setjið í skál, hellið dressingunni yfir, blandið öllu vel saman. Endið á að strá granateplakjörnum og pekanhnetum yfir salatið.