Árstíðirnar


Bláberja og sólberjasulta

Haust Sultur

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi bláberja og sólberjasulta er sætt með döðlum. Sólberin gefa gott súrsætt bragð sem blandast vel við mild bláberin. Gott er að hafa í huga að geymsluþolið er styttra fyrir sultur sem ekki eru sættar með hreinum sykri. Hægt er að frysta hluta af sultunni ef geyma á lengi.

  • 1 kg bláber 
  • 1 kg sólber
  • 750g lífrænar döðlur, skornar í bita
  • 2 msk engiferskot (eða 4 cm biti af ferskum afhýddum engifer)
  • 2 tsk vanilluduft eða dropar 
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • ½ tsk chili

Byrjið á að setja bláberin og sólberin í pott og látið suðuna koma upp við vægan hita. Hrærið í annað veifið.

Þegar suðan er komin upp er engiferskoti, vanillu, kanil, sjávarsalti og chili bætt út í og látið sjóða í 30 mín.

Á meðan sultan sýður er gott að mauka döðlurnar í matvinnsluvél, oft þarf að bæta svona 1-2 msk af vatni út í til að þær maukist þokkalega. (Hægt er að saxa döðlurnar í litla bita í staðinn fyrir að mauka).

Bætið döðlumaukinu í pottinn og látið sultuna sjóða í 20-30 mín í viðbót, hrærið í svo hún brenni ekki.