Árstíðirnar


Sykurlaus krækiberjasaft

Haust Safar

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Krækiberjasaftin er góður járngjafi, við mælum með frískandi staupi í morgunsárið.

 • 10 dl krækiber 
 • 2 msk engiferskot (eða 3 cm engiferrót)
 • 2 msk hreinn sítrónusafi (eða safinn úr 1 sítrónu)
 • 1 stöngull sítrónugras

Setjið allt í blandara og blandið vel saman. Sigtið síðan í gegnum spírupoka eða í gegnum klút (gasbleyju) eða nælonsokk. Hellið saftinni á flöskur og geymið í kæli. Svo er líka hægt að frysta saftina sjálfa í klakaboxum og færa klakana síðan yfir í hentug ílát og geyma í frystinum. Eða einfaldlega frysta saft í glerkrukkum/glerflöskum, bara muna að fylla ekki upp í topp og hafa lokin laust skrúfuð á til að byrja með, til að loft komist út.