Árstíðirnar


Túrmerik Latte

Haust Heitir drykkir

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 3 dl mjólk að eigin vali (t.d. haframjólk, möndlumjólk eða þitt uppáhald)
  • ½ tsk túrmerik 
  • ⅛ tsk svartur pipar (eða af hnífsoddi)
  • ½ tsk engiferskot (engifersafi)
  • ¼ tsk kanill
  • 1 tsk kókosolía
  • örlítið hlynsíróp til að sæta ef vill

Hitið allt nema hlynsíróp í potti við vægan hita. Gott er að leyfa þessu að malla í nokkrar mínútur og hræra smá. Það fer síðan eftir því hvaða mjólk þið notið hvort það þarf að sæta drykkinn með hlynsírópi eða ekki. Sumar tegundir jurtamjólkur eru náttúrulega sætar og mörgum finnst það alveg nóg. Þetta er smekksatriði.