Kryddaðar perur
- 4 manns
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Volgar og mjúkar engiferperur eru tilvalinn hversdags eftirréttur. Dásamlegar bornar fram með þeyttum rjóma eða smá ís. Og jafnvel söxuðum möndlum eða hnetum til að strá yfir.
- 4 perur, vel þroskaðar (lífrænar ef til)
- 2½ dl eplasafi
- 2-3 msk engiferskot
- 5 grænar heilar kardemommur
- 1 kanilstöng (eða ½ tsk kanill)
- 1 lítil appelsína eða mandarína (helst lífræn)
Skerið perurnar í tvennt, kjarnhreinsið og afhýðið.
Skerið appelsínuna/mandarínuna í sneiðar þvert á ávöxtinn.
Setjið eplasafa í pott ásamt engiferskoti, kardemommum og kanil.
Látið suðuna koma upp, leggið appelsínusneiðarnar í botninn og raðið síðan perunum ofan á þær, látið sárið snúa niður.
Látið perurnar sjóða við vægan hita í um 20 mín, án loks. Gott er að taka stóra skeið, halla pottinum og ná smá safa í skeiðina til að hella yfir perurnar, kannski svona 2 sinnum.
Berið fram með rjóma eða góðum ís, t.d. jurtarjóma eða jurtaís. Njótið!