Árstíðirnar


Berja mulningur

Dögurður Haust

  • Auðvelt
  • Berja mulningur
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Berja mulningur er dásamlegur í morgunmat með góðri jógúrt. Frábær í helgar-brunch. Einnig gott sem síðdegishressing.

Notið þau ber sem þið eigið hverju sinni. Frosin ber úr búðinni, eða rifsber, sólber, jarðarber, hindber úr garðinum, eða bláber úr berjamó. Að þessu sinni notuðum við hindber og bláber og nokkur rifsber, það var góð samsetning.
Berja mulningurinn er ekki jafn sætur og berjapæ, því hann er hugsaður sem morgunverður.
Við setjum próteinduft út í til að gera hann saðsamari. Það má sleppa próteinduftinu, en þá er gott að setja ögn af sykri út á berin, því flest próteinduft sæta aðeins.

  • Mulningur:

  • 50g tröllahafrar
  • 25g kókosmjöl
  • 25g hrásykur
  • 25g kókosolía, við stofuhita (ekki brædd)
  • ½ tsk sjávarsaltflögur 
  • Berjablanda:

  • 300g blönduð ber, fersk eða frosin
  • 1 ½ msk próteinduft m vanillubragði
  • (eða 1 ½ msk kókospálmasykur í staðinn)
  • 1 ½ tsk vanilluduft (eða dropar)
  • ¼ tsk sjávarsaltflögur


Aðferð

Hitið ofninn í 170°C

Setjið allt hráefnið fyrir mulninginn í skál og myljið saman.

Smyrjið með örlítilli kókosolíu hringlaga form, ca 24 cm í þvermál.

Látið berin í botninn, blandið vanillunni saman við og stráið próteindufti og sjávarsalti yfir og blandið saman.
Dreifið úr berjunum svo þau myndi þunnt lag í botninn á forminu.

Myljið tröllahafrablöndunni yfir, hún mun hylja berjablönduna.

Bakið við 170°C í 15-20 mínútur eða þar til toppurinn er orðin gullinbrúnn og ilmurinn dásamlegur.

Berið fram á meðan mulningurinn er heitur með grískri sojajógúrt eða ykkar uppáhalds hreinu jógúrt.
Fyrir spari útgáfu er mjög ljúffengt að hella smá hlynsírópi út á.