Árstíðirnar


Sætar kartöflur

Salöt og grænmeti

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 4 litlar sætar kartöflur (eða tvær stærri)
 • skvetta af jómfrúar ólífuolíu
 • 1 msk rósmarín (við notum lífrænt, upp á bragðið)
 • smá sjávarsalt
 • nýmalaður svartur pipar

Skerið rákir í kartöflurnar, hafði um 1 cm á milli rákanna. 

Kryddið með rósmarín, sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar og hellið smá ólífuolíuskvettu yfir.

Bakið við 200°C í 30 – 40 mín. Því stærri sem kartöflurnar eru því lengri tíma þurfa þær.