Linsubaunabuff
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Hráfæði: Nei
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Linsubaunabuff eru frábær hversdags matur.
- 2 dl soðnar grænar linsur (tæplega 1 dl ósoðnar)
- 3 dl soðin hýðishrísgrjón (u.þ.b. 1.5 dl ósoðin)
- ½ dl chiafræ, möluð
- ½ dl ostur að eigin vali (t.d. daiya vegan ostur)
- 2 tsk garam marsala
- ½ - 1 tsk sjávarsalt
- sesamfræ, til að velta upp úr
Mikilvægt er að sigta soðnu hrísgrjónin og linsurnar vel til að ná sem mestu af vatninu af, til að þynna ekki deigið.
Setjið fyrst hrísgrjónin í matvinnsluvélina og ýtið á "pulse"-hnappinn nokkrum sinnum til að opna grjónin. Setjið síðan allt í skál og hnoðið þetta saman.
Mótið meðalstór buff, ef þið notið ískúluskeið verða þau sérlega jöfn og flott. Veltið upp úr sesamfræjum.
Hitið olíu á pönnu og steikið buffin þar til þau verða gullin og flott báðum megin. Þessi buff má líka baka í ofni, við 200°C í 10 mín, snúið og bakið áfram í 6-10 mín.