Brokkolí m ídýfu

Salöt og grænmeti

  • Auðvelt
  • Brokkolí Spergilkál með ídýfu
  • Vegan: Já

Uppskrift

Nýtt íslenskt brokkolí er svo gott. Og enn betra með góðri ídýfu.
Í þessa dýfu notum við meðal annars lífrænar kasjúhnetur og grillaða papriku, áferðin verður æðisleg!

  • Paprikuídýfa

  • 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
  • 130ml ólífuolía eða olían frá grilluðu paprikunni
  • 150g grilluð paprika - frá Ítalía, (fæst í Bónus/Hagkaup)
  • 3 döðlur
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 tsk chilimauk
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • nýmalaður svartur pipar
  • Steikt brokkolí

  • 1 lítill brokkolíhaus, skorinn í langar stangir með bæði blómi og stöngli á
  • 1 msk kókosolía, til að steikja upp úr
Byrjið á að leggja kasjúhnetur í bleyti í 2 klst. Látið vatnið rétt fljóta yfir hneturnar.

Hellið vatninu af kasjúhnetunum þegar þær eru útbleyttar og útbúið papriku ídýfuna. Allt hráefnið er sett í blandara og blandað þar til alveg silkimjúkt.

Snöggsteikið svo brokkolí á pönnu, u.þ.b. 2-3 mínútur, eða þar til komin er smá "grill" áferð.

Berið fram með sjávarsalti og paprikuídýfu.