Heimagerðar jólagjafir

ljúffengar hugmyndir

  • Musli-9-of-1-
Heimagerðar jólagjafir eru alltaf svolítið sjarmerandi. Bók og heimalagað góðgæti til að maula yfir lestrinum er skemmtileg blanda og gefur gjöfinni persónulegan blæ. Svo er ljúffengt hátíðarmúsli eða stökkt biscotti algjör lúxus til að eiga á jóladagsmorgun. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir ykkur sem finnst gaman að gleðja með góðgæti.


jolamondlur

Ristaðar möndlur

4 dl möndlur
¼ dl hlynsíróp 
1 tsk cayenne pipar
1 tsk kanill
½ tsk sjávarsalt 


Hrærið saman hlynsírópi og kryddi. 
Veltið möndlunum upp úr þessu og setjið á ofnplötu og bakið við 200°C í 4-6 mín. Leyfið möndlunum að kólna áður en þær fara ofan í krukku.


musli
Hátíðarmúslí

Sósan

1 dl kakóduft
¾ dl kókosolía
¾ dl hlynsíróp
1 tsk vanilla
½ tsk kanill 


Blandið hráefninu fyrir sósuna í sér skál (eða hitið aðeins í potti og hrærið saman).

Þurrefnin
6 dl tröllahafrar
5 dl kókosflögur
3 dl saxaðar möndlur og heslihnetur (eða brasilíuhnetur eða kasjúhnetur)
3 msk chiafræ
½ dl kókospálmasykur (má sleppa ef þið viljið minna sætt.. en þetta er samt hátíðarmúslí) 


Setjið öll þurrefni í stóra skál. Hellið sósunni yfir þurrefnin og blandið vel saman, passið að sósan fari yfir allt hráefnið. Setjið bökunarpappír á 2 ofnskúffur. Dreifið vel úr blöndunni, passið að ekki séu of stórir klumpar. Bakið við 160°C á blæstri í u.þ.b 10 - 15 mín. Hrærið í á um 5 mín fresti. (Ofnar eru alltaf aðeins misjafnir, fylgist vel með að múslíið brenni ekki við og metið aðeins hversu lengi það þarf að vera inni). Látið múslíið alveg kólna áður en sett í krukkur til að haldist stökkt og gott. (Ef þið viljið bæta rúsínum, trönuberjum eða öðrum þurrkuðum ávöxtum út í er best að bæta þeim við eftir á).


Vegan biscotti Heimagerð jólagjöfMöndlu biscotti

Dásamlegt til að dýfa í heitan drykk

2 b fínt spelt 
1 ½ tsk lyftiduft 
½ tsk sjávarsaltflögur 
2/3 b hrásykur 
1/3 b kókosolía
1 tsk vanilluduft 
½ tsk möndludropar 
1/3 b eplamauk 
1 b ristaðar möndlur


Byrjið á að rista möndlurnar, við 200°C í 4 mínútur. Kælið.
Stillið svo ofninn á 175°C.
Setjið sigti yfir skál og sigtið spelt, lyftiduft og sjávarsalt saman.

Í aðra skál, hrærið saman hrásykri og kókosolíu, hrærið smá stund til að hjálpa sykrinum að leysast upp. Bætið vanillu, möndludropum og eplamauki út í og hrærið saman.
Hellið þurrefnablöndunni út í og hrærið saman í deig, bætið möndlunum út í og hnoðið þær inn í deigið.

Skiptið deiginu í tvennt, látið bökunarpappír á bökunarplötu, mótið 2 hleifa, ca 10 cm breiða og bakið í 30 mínútur.

Takið út úr ofninum og látið kólna í 10-15 mín.
Skerið þá hleifana í um 2 cm þykkar sneiðar sem eru lagðar á bökunarplötuna með sárið upp.
Bakið í 12 mínútur, snúið á hina hliðina og bakið áfram í 12 mínútur.
Látið alveg kólna svo þær verði stökkar og góðar.

Best er að dýfa kökunum í heitan drykk eins og kaffi eða te, því þær verða svo dásamlega mjúkar þannig. Annars geta þær verið svolítið harðar undir tönn.1-granola-og-jogurt-300dpi

Hollustumúslí

Sósan
1 ¼ dl heitt vatn
2 pokar Vanilla chai te - lífrænt frá Pukka
⅔ dl tahini
2 msk kókosolía
2 msk hlynsíróp (má sleppa sírópinu ef þið eru alveg sykurlaus)

Byrjið á að brugga teið með því að setja 2 te poka út í 1 ¼ dl af vatni og látið standa í 5 mín. Hendið tepokunum og setjið teið í blandarann ásamt restinni af uppskriftinni og blandið saman.

Þurrefnin
7 dl tröllahafrar
5 dl kókosflögur
2 ½ dl saxaðar möndlur
1 ¼ dl graskerjafræ
1 ¼ dl sólblómafræ
2 msk sesamfræ
2 msk chiafræ
2 msk hampfræ
2 msk hörfræ


Þessa uppskrift má einfalda og nota færri tegundir af fræjum, ef vill. Setjið allt hráefnið i stóra skál. Hellið sósunni yfir og blandið vel saman, passið að sósan fari yfir allt hráefnið. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu (2 ofnskúffur). Dreifið úr blöndunni og bakið við 175°C í 30-40 mín. Hrærið í á um 10 mín fresti.


sukkuladismjor


Súkkulaði heslihnetusmjör

2 b heslihnetur, ristaðar
½ b kókospálmasykur 
¼ b + 1 msk kakóduft
smá sjávarsaltflögur 

Ristið heslihneturnar við 160°C í 8-10 mínSetjið heslihneturnar á hreint viskustykki og nuddið hýðið afSetjið í matvinnsluvél ásamt kókospálmasykrinum, kakóduftinu og saltinuLátið vélina ganga í u.þ.b. 4-6 mín, stoppið annað veifið og skafið niður hliðarnarTilbúið þegar orðið silkimjúkt og kekkjalaust


Fyrir fleiri aðventu- og jólalegar uppskriftir kíkið endilega á: 

 Árstíðirnar - Vetur