Heimalagað rauðkál

Jól (Vetur) Salöt og grænmeti

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Rauðkál er klassískt meðlæti við hátíðarborðið. Heimalagað er auðvitað málið, enda einfalt að útbúa. Þessi uppskrift er mjög bragðgóð og líklega inniheldur hún minna af sykri en flestar og enga olíu eða smjör heldur.  

 • 500g rauðkál
 • 4 lífræn epli
 • 2 mandarínur (afhýddar)
 • 1-2 msk kókospálmasykur eða 4-5 döðlur
 • 1 msk sítrónusafi
 • 2 msk engiferskot eða 2 cm biti fersk engiferrót
 • 1 – 2 tsk sambal olek (má sleppa - inniheldur chili og gefur sterkt og gott bragð)
 • smá sjávarsalt

Skerið rauðkálið í frekar þunna strimla og setjið í pott.Afhýðið eplin og skerið í bita og bætið út í.Afhýðið mandarínurnar, og setjið rifin út í ásamt kókospálmasykri/döðlum, sítrónusafa, engifer, sambal olek og sjávarsalti.Hrærið í og merjið mandarínurifin til að fá vökva.Látið suðuna koma upp, hrærið reglulega í og látið sjóða við vægan hita í 30 mín.