Hrært tófú
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
- 2 msk ólífuolía
- ¼ stk rauðlaukur
- 2 hvítlauksrif
- 4 grænkálsblöð
- 250g tófú
- Maringering fyrir tófú:
- 2-3 msk möndlumjólk
- 2 msk næringarger
- 1 msk tamari
- 1 msk sinnep
- ½ tsk turmerik
- ¼ tsk chiliflögur
- smá sjávarsaltflögur
- Ofan á
- avókadósneiðar
Byrjið á að marinera tófúið.
Þið hrærið saman möndlumjólk, næringargeri, tamari, sinnepi, turmeriki, chiliflögum og smá sjávarsalti í skál.
Áður en tófúið er sett út í þarf að “kreista” vatnið úr því . Vefjið því inn í viskustykki og léttkreistið. Passið að kreista ekki of fast svo að tófúið fari ekki i mauk. Það er mjög líklegt að þið þurfið að nota 2 viskustykki við þessa athöfn því það leynist meira vatn í tófúinu en ykkur grunar.
Myljið nú tófúið út í og hrærið kryddmarineringunni inn í tófúið.
Á meðan tófúið er að marinerast saxið þá laukinn smátt, pressið hvítlaukinn og fjarlægið grænkálið af stönglinum og saxið það smátt.
Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk í 4-5 mín.
Setjið grænkálið út á og steikið í 1 mín í viðbót.
Bætið tófúinu við og látið létt steikjast í 4-5 mín.
Berið fram í skál og setjið nokkrar avókadósneiðar ofan á.