Grænn safi

Safar

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 1 vænn hnefi spínat eða grænkál
  • ½ agúrka, í bitum
  • 2 sellerístönglar
  • 1 limóna, afhýdd
  • 5 cm biti fersk engiferrót
  • nokkrir mintustönglar
  • 1 - 2 lífræn epli
  • 3-4 límónulauf
  • 2 dl vatn

Allt sett í blandara og blandað saman. Sigtað í gegnum spírupoka (fæst í Ljósinu Langholtsveg 43) og hlakkið til að drekka!