Fyrirsagnalisti
Einfaldur drykkur með eplaediki, engifer og sítrónu
Ljúfur og vermandi tahini drykkur, góður þegar aðeins er farið að kólna í veðri.
Þessi drykkur er mjög einfaldur, aðal uppistaðan er tahini og heitt vatn. Svo bætum við döðlum út í til að sæta og þeim kryddum sem við eigum til hverju sinni. Það má sem sagt sleppa einhverjum kryddum, en drykkurinn er auðvitað bestur vel kryddaður.
Ekta heitt súkkulaði er dásamlegt með piparkökum eða smákökum í skammdeginu og jólaundirbúningnum. Í þessa uppskrift notum við dökkt 71% súkkulaði sem gefur ríkulegt súkkulaðibragð, en hefur minna hlutfall sykurs en hefðbundið bökunarsúkkulaði og er því hóflega sætt á bragðið. Þeir sem vilja vegan kakó nota vegan rjóma, t.d. hafrarjóma, þeytta kókosmjólk eða annan jurtarjóma.