Drykkir

Fyrirsagnalisti

Berjahristingur m hörfræolíu - Hristingar

Mildur og góður hristingur með berjum og hörfræolíu.

Grænn og vænn - Hristingar

Grænn og vænn drykkur með engifer, úr möndlum, spínati, ananas og fleira góðgæti.

Epla hristingur - Hristingar

Einfaldur og ljúfur hristingur með eplum og haframjöli. Bragðið minnir ef til vill á eplaköku með kanil.

Lúxus kaffi - Hristingar Jurtadrykkir

Ljúfur kaffidrykkur, tilvalið helgartrít.

Hristingur m/ hörfræolíu - Hristingar

Í þennan ljúfa hristing notum við flottu hörfræolíuna okkar sem kemur beint frá sveitabænum Nyborggaard í Danmörku. Þið getið lesið meira um fjölskylduna á Nyborggaard og lífrænu hörfræolíuna hér. Hörfræolían er góð í flestar smoothie uppskriftir, 1-2 tsk.

Grænn smoothie - Hristingar

Þessi einfaldi græni smoothie er frískandi og bragðgóður

Súkkulaði hnetusmjörs lúxus - Hristingar

Þessi er sérstaklega ætlaður aðdáendum hnetusmjörs og súkkulaðis, algjör lúxus drykkur.
Hnetusmjörið gefur dásamlegt bragð, ásamt próteinum og góðri fitu. Frosinn banani gerir drykkinn sætan og blómkálið gefur ljúfa áferð. Þessi slær í gegn! Ef þið eruð að gera þennan sem helgartrít í staðinn fyrir að fara í ísbúðina er óhætt að tvöfalda döðlumagnið fyrir sætari sjeik.


  • 3 dl vatn 
  • 4 msk hreint hnetusmjör, lífrænt 
  • 2 msk hreint kakóduft, lífrænt
  • 1 dl frosið blómkál
  • 2 frosnir bananar (í sneiðum eða bitum svo blandarinn ráði við verkið)
  • ¼-½ tsk vanilla 
  • 2 döðlur

Jarðaberja sjeik - Hristingar

Þessi jarðaberjasjeik er frábær í staðinn fyrir ísbúðarferð þegar stemningin kallar á svalandi sjeik. Ef þið viljið enn sætari sjeik bætið bara aðeins meira hlynsírópi út í. Frábært að toppa með ferskum jarðaberjum. 


Berjasjeik með brokkolí - Hristingar

Mildur og fjölskylduvænn berjasjeik með brokkolí og avókadó.
Hægt er að laga hann að smekk, t.d. vilja sumir hafa sjeikana sína sætari á bragðið, þeir setja þá meira af banana eða bæta 2-3 döðlum við. Fyrir minna sætan sjeik má setja avókadó í staðinn fyrir bananann. 

Grænn drykkur - Hristingar

Einfaldur og næringarríkur grænn smoothie. 

Bláberja smoothie - Hristingar

Einfaldur og frískandi smoothie, tilvalin eftirmiddags hressing.

Túrmerik og hampsjeik - Hristingar

Þessi hristingur er mildur og góður í morgunsárið. Ef þið viljið meira bragð er um að gera að smakka hann til eftir smekk.

Jarðaberjasjeik - Hristingar

Þessi er flauelsmjúkur og ljúffengur. Algjör lúxus sjeik sem krakkarnir elska.
Þeir sem vilja geta bætt einhverju næringarríku út í eins og lúku af spínati eða msk af hörfræolíu.... eða bara því sem ykkur langar í.
En svona er hann algjört nammi.
Skammtur fyrir fjóra.