Súkkulaði hnetusmjörs lúxus

Hristingar

 • Auðvelt
 • Súkkulaði og Hnetusmjörs Sjeik
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi er sérstaklega ætlaður aðdáendum hnetusmjörs og súkkulaðis, algjör lúxus drykkur.
Hnetusmjörið gefur dásamlegt bragð, ásamt próteinum og góðri fitu. Frosinn banani gerir drykkinn sætan og blómkálið gefur ljúfa áferð. Þessi slær í gegn! Ef þið eruð að gera þennan sem helgartrít í staðinn fyrir að fara í ísbúðina er óhætt að tvöfalda döðlumagnið fyrir sætari sjeik.


 • 3 dl vatn 
 • 4 msk hreint hnetusmjör, lífrænt 
 • 2 msk hreint kakóduft, lífrænt
 • 1 dl frosið blómkál
 • 2 frosnir bananar (í sneiðum eða bitum svo blandarinn ráði við verkið)
 • ¼-½ tsk vanilla 
 • 2 döðlur
Setjið allt í kraftmikinn blandara og blandið þar til silkimjúkt. 

Berið fram strax, á meðan drykkurinn er ennþá kaldur. 

Fyrir extra kaldan drykk má setja nokkra ísmola með og minnka vatnið örlítið á móti.