Epla hristingur
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Einfaldur og ljúfur hristingur með eplum og haframjöli. Bragðið minnir ef til vill á eplaköku með kanil.
- 3 dl jurtamjólk
- ½ dl haframjöl
- 2 epli
- 1 banani
- ½ tsk vanilla
- 2 döðlur
- 1 tsk engiferskot
- 1 tsk kanill
- smá sjávarsaltflögur
- 10 klakar
Skerið eplin í bita, setjið í kraftmikinn blandara ásamt öllu hinu hráefninu.
Blandið þar til kekklaust.
Njótið