Bláberja smoothie
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Einfaldur og frískandi smoothie, tilvalin eftirmiddags hressing.
- 350 ml jurtamjólk
- 1 dl frosin bláber
- 5 valhnetur
- 2 döðlur
- ½ banani
- ½ tsk sítrónusafi
- nokkrir klakar
Byrjið á að setja jurtamjólkina í blandara með bláberjunum og valhnetunum.
Bætið döðlum, banana og sítrónusafa út í og blandið þar til alveg kekklaust.
Endið á að setja klakana út í og klárið að blanda.
Njótið!