Heimalagað límonaði

Kokteilar Sumar

 • Auðvelt
 • Heimalagað límónaði með engifer
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Heimalagað límónaði með engifer og mintu er svalandi sumardrykkur.

 • 5 dl sódavatn 
 • 3 msk sítrónusafi/límónusafi 
 • 1 msk engiferskot 
 • 3 msk hlynsíróp 
 • 5 mintustönglar 
 • 5-6 klakar 
Setjið sítrónusafa, engiferskot og hlynsíróp í blandarann og blandið saman. Þetta má líka hræra saman í könnu. 
Hellið í könnu og setjið sódavatnið út í ásamt mintustönglunum. 

(Í staðinn fyrir mintuna má setja hvaða ber eða ávexti sem er).

Klakarnir eru barðir eða muldir og settir út í. 
Njótið!