Grænn drykkur
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Einfaldur og næringarríkur grænn smoothie.
- 3 dl vatn
- 50g möndlur
- 25g spínat
- ½ banani
- 3 klórella töflur
- 1 msk möndlusmjör
- nokkrir klakar
Byrjið á að blanda saman vatni og spínati í blandara.
Bætið síðan restinni af uppskriftinni út í, fyrir utan klakann.
Blandið þar til þetta hefur blandast vel saman.
Smakkið. Ef ykkur finnst drykkurinn mega vera sætari er í góðu lagi að bæta 1-2 döðlum út í.
Setjið að lokum klakana út í og klárið að blanda.