Hristingur m/ hörfræolíu

Hristingar

 • Auðvelt
 • smoothie m hörfræolíu
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Í þennan ljúfa hristing notum við flottu hörfræolíuna okkar sem kemur beint frá sveitabænum Nyborggaard í Danmörku. Þið getið lesið meira um fjölskylduna á Nyborggaard og lífrænu hörfræolíuna hér. Hörfræolían er góð í flestar smoothie uppskriftir, 1-2 tsk.

 • 2 ½ dl vatn 
 • 2 msk möndlur 
 • 2 döðlur 
 • 1 banani (ferskur eða frosinn í sneiðum) 
 • 1 lúka spínat 
 • 3 dl frosin ber (t.d. bláber/hindber) 
 • 2 tsk hörfræolía
 • nokkrir klakar ef vill
Setjið vatn ásamt möndlum og döðlum í blandara og blandið þar til komin er þykk og mjúk möndlumjólk. Bætið þá restinni af uppskriftinni út í og blandið. Njótið!