Gulrótarsafi með engifer

Safar

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 4-5 stk stórar gulrætur (helst lífrænar)
  • 1 cm fersk engiferrót
  • nokkrir ísmolar
  • 1 sítrónubátur

Þvoið gulræturnar, skerið af þeim endana og skerið þær svo í tvennt. Setjið gulrætur og engifer í safapressuna, fyrst nokkra gulrótarbita, svo engiferinn og endið á gulrót. Ef þið viljið hafa safann kaldan hellið honum þá í blandara ásamt ísmolum og blandið. Hellið svo safanum í glas og kreistið einn sítrónubát útí. Þeir sem vilja hafa safann sætari setja oft nokkra eplabáta með í safapressuna.