Óáfengur Mojito

Kokteilar Sumar

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • Safi úr ½ límónu
  • 1 tsk engiferskot (engifersafi)
  • 10 myntulauf
  • 1 tsk síróp, ef vill
  • 2 dl Límonaðidrykkur
  • 2 dl klaki, svolítið mulinn

Kreystið safann úr límónunni í glasið. 

Bætið í sírópi og myntulaufunum og blandið vel saman. Það þarf að merja myntulaufin aðeins, t.d. með skeið. 

Fyllið glasið af klakamulningi, bætið engiferskotinu saman við og hrærið. 

Hellið límonaðidrykknum út í og skreytið með myntulaufum og afgangnum af límónunni.