Möndlumjólk

Jurtadrykkir

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 1 dl möndlur
 • 4 dl vatn
 • ½ tsk kanilduft eða smá vanilluduft (má sleppa)
 • 2-4 döðlur ef þið viljið sæta mjólk (má sleppa ef þið viljið ósæta mjólk)

Möndlurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt (má nota þær óútbleyttar en hitt er betra). Ef þú hefur tíma er gott að afhýða möndlurnar, en þess þarf ekki. Setjið möndlurnar í blandara og malið þær smátt, bætið döðlunum og vatninu útí og blandið mjög vel. Hægt er að sigta mjólkina, þá verður hún alveg tær eða nota hana með smá möndlukorni í. Ef þið sigtið mjólkina er gott að geyma hratið og nota í konfekt gerð eða bakstur. Hægt er að frysta hratið.