Heslihnetumjólk

Jurtadrykkir

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 1 dl heslihnetur
  • 3 dl vatn

Setjið hnetur og vatn í blandara og blandið í svona 1 -2 mín. Sigtið síðan  - annað hvort í gegnum spírupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi 43) eða í gegnum nælonsokk eða í gegnum þétt sigti. Hratið er frábært í alls konar bakstur, s.s. brauð eða súkkulaðikökur. (Gott að frysta ef ekki á að nota strax).

Ef þið viljið hafa mjólkina aðeins sæta setjið hana aftur í blandarann með 2 döðlum EÐA 1 msk sætu að eigin vali.