Hampfræjamjólk

Jurtadrykkir

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 1 dl lífrænt ræktuð hampfræ
  • 3-4 dl vatn
  • 2-3 döðlur EÐA 1 msk hlynsíróp/hunang
  • nokkur korn af sjávarsalti
  • nokkrir klakar

Leggið fræin í bleyti yfir nótt eða í um 6-8 klst, setjið í sigti og skolið og fjarlægið hýði sem hefur losnað. Setjið síðan fræin í blandara ásamt restinni af uppskriftinni og blandið í 2-3 mín eða þar til þetta er orðið alveg kekklaust, sigtið og berið fram.

Prófið að setja sigtaða mjólkina aftur í blandara með 1 msk maca + 1 msk hreint kakóduft + 1 msk hlynsíróp út í ásamt nokkrum klökum og blandið þessu saman – ótrúlega góð súkkulaðimjólk.