Árstíðirnar


Grillspjót

Salöt og grænmeti Sumar

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Rósmarinspjót

 • 6 stórir rósmarinstönglar (eða grillspjót)
 • 12 kirsuberjatómatar
 • 1 gul paprika
 • 1 rauðlaukur 
 • 6 svartar ólífur
 • 6 hvítlaukar
 • 2 Bulsur eða aðrar grænmetis pulsur 
 • Til að pensla með:
 • ólífuolía, bætið smá hvítlauk og reyktri papriku út í

Skerið paprikuna í tvennt og steinreinsið og skerið í 2x2 cm ferkanta. Skerið rauðlaukinn í grófar sneiðar og bulsurnar í ca 2 cm bita. Þræðið grænmetinu upp á rósmarinspjótið. Penslið með olíunni og látið standa og marinerast í a.m.k klukkustund. Réttið grillmeistara fjölskyldunnar og biðjið hann/hana um að grilla.

Sítrónugrasspjót

 • 6 sítrónugrasstönglar (eða grillspjót)
 • 150g tófú
 • 1 rauð paprika, steinhreinsuð og skorin í bita
 • maísstöngull, skorinn í 6 sneiðar
 • 1 kúrbítur, skorinn í 12 sneiðar
 • 6 sveppir
 • Kryddolía til að pensla með:
 • 2 msk grænt karrýmauk
 • 1 dl ólífuolía

Hrærið saman karrýmauk og ólífuolíu og notið til að marinera tófúið upp úr og til að pensla grænmetið með. Kreistið vökvann úr tófúinu og marinerið upp úr kryddolíunni. Skerið paprikuna í tvennt, steinhreinsið og skerið í 2x2 cm ferninga. Skerið maísstöngulinn í ca 6 sneiðar og kúrbítinn í ca 12 sneiðar. Notið grillpinna úr tré eða annað áhald til að gata grænmetið svo auðveldara sé að þræða það upp á sítrónugrasstönglana (eða þræðið upp á hefðbundna grillpinna). Þræðið grænmetið upp á sítrónugrasstönglana. Pennslið með kryddolíunni, leyfið að standa og marinerast í um klukkustund áður en þið setjið a grillið.