Grænn smoothie

  • Auðvelt
  • Grænn smoothie
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Frískandi grænn smoothie með engifer og túrmerik.


  • 1 dl brasilíuhnetur eða kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 1-2 klst eða yfir nótt
  • 3-4 dl vatn
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 msk engiferskot
  • 1 tsk turmerikskot
  • 100g spínat
  • 1-2 grænkálsblöð, stöngullinn fjarlægður
  • hýði af 1 sítrónu
  • blöðin af 2 mintustönglum
  • 1 tsk næringarríkt duft að eigin vali ef vill
  • ½ ferskur ananas, afhýddur og skorinn í litla bita

Byrjið á að leggja brasilíuhneturnar í bleyti, vatnið á að fljóta yfir. Annað hvort yfir nótt eða í 1-2 klst, eftir hvað hentar.

Hellið íbleytivatninu af brasilíuhnetunum. Setjið nú hneturnar í blandara ásamt 3-4 dl af nýju vatni og blandið þar til hneturnar eru búnar að leysast upp og orðnar að hnetumjólk.

Bætið sítrónusafa, engiferskoti og turmerikskoti út í ásamt spínati og grænkálsblöðum og blandið vel.

Bætið sítrónuhýðinu út í ásamt mintulaufunum og dufti ef þið viljið. (Næringarríkt duft getur verið prótein, góðgerlar, kollagen eða annað, en þetta er ekki nauðsynlegt og má sleppa).

Á meðan blandarinn er í gangi setjið ananabitana út í í gegnum gatið á tappanum og blandið þar til kekklaus.

Njótið!