Kókoskúlur

Orkustykki Sælgæti

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 4 dl döðlur
 • 2 dl kókosmjöl + auka til að velta kúlunum upp úr
 • 3 msk hreint kakó
 • ½ dl kókosolía
 • 1 tsk appelsínudropar

Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til orðið að mauki. Gott er að geyma deigið í kæli í smástund áður en kúlurnar eru mótaðar. Kúlurnar geymast vel í kæli eða frysti.