Valhnetubollur

Brauð og bakstur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

 • 4 dl spelt, fínt og gróft til helminga
 • 1 dl malaðar valhnetur
 • ½ dl sojamjöl eða kókosmjöl
 • 3 tsk vínsteinslyftiduft
 • ½-1 tsk. salt
 • 2 - 2 ½ dl sojajógúrt (eða ab-mjólk)

Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið síðan sojajógúrtinni út í. Bestur árangur næst með því að hræra deigið í höndunum og nota bara um 10 hreyfingar til að koma deiginu saman, semsagt hræra eins lítið og hægt er. Setjið smjörpappír á bökunarplötu, eða innan í vítt form, og búið til bollur úr deiginu með ískúluskeið. Setjið þær hlið við hlið á bökunarplötuna eða í formið. Þetta verða 8-10 bollur, það fer eftir stærðinni á ískúluskeiðinni. Bakið bollurnar í ofni við 200°C í 25-30 mín. Þegar bollurnar eru bakaðar eru þær settar í körfu eða skál og rakt viskastykki breitt yfir svo að þær mýkist.