Hrökkkex
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
- 1 dl haframjöl
- 1 dl sesamfræ
- 1 dl hörfræ
- 1 dl sólblómafræ
- 1 dl graskersfræ
- 2 dl gróft spelt
- 2 dl fínt spelt
- 2 tsk vínsteinslyftiduft
- 2 tsk sjávarsalt
- 1¼ dl kaldpressuð kókosolía eða ólífuolía
- 2 dl vatn
- smá sesamfræ til að strá yfir deigið þegar búið er að fletja það út.
Sólblóma og graskersfræ eru þurr ristuð á pönnu þar til gyllt og síðan kæld. Blandið síðan allri uppskriftinni saman og hnoðið deigið. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvorn hluta út fyrir sig. Best er að setja bökunarpappír yfir og undir deigið og rúlla því út og setja síðan pappírinn með útrúlluðu deiginu beint á bökunarplötuna. Notið borðhníf og skerið deigið í passlega stóra bita fyrir hrökkbrauð eða kex. Penslið með vatni eða olíu (sumir kjósa að pensla með eggi) og stráið sesamfræjum yfir. Bakast við 200°C í um 15–20 mín eða þar til gyllt. Uppskriftin passar á tvær bökunarplötur Prófið að nota smá parmesan og rósmarín eða kúmen og anís eða birkifræ til að fá tilbreytingu í kexið.