Snarl

Fyrirsagnalisti

Spelt bollur - Brauð og bakstur Vefjur og brauð

Einfaldar og góðar spelt bollur, frábærar nýbakaðar með (vegan) smjöri og góðu áleggi eins og niðurskornu grænmeti eða hummus.

Parmesan smákökur - Brauð og bakstur Vetur

Í nóvember og desember finnst mörgum gott að gæða sér á smákökum og hafa það notalegt.
En ekki þurfa allar smákökur að vera sætar. Hér höfum við dýrindis smákökur með parmesan og púrrulauk, heslihnetum og sinnepi sem eru algjörlega ómótstæðilegar.


Hafra og hindberja kökur - Brauð og bakstur Orkustykki

Þessar kökur eru hóflega sætar en mjög góðar, snilldar biti í síðdegishressingu eða með morgunkaffinu.

Pestó vöfflur með salsa - Brauð og bakstur

Grænar pestó vöfflur eru skemmtilegur hádegisverður eða öðruvísi kvöldverður. Einnig er hægt að útbúa helminginn af vöffludeginu án pestó, og hinn helminginn með pestó, til að fá matarvöfflur og desertvöfflur á sama tíma.

Brauðbollur - Brauð og bakstur Vefjur og brauð Vetur

Fátt er betra en volgar nýbakaðar bollur, smurðar með jurtasmjöri sem bráðnar aðeins. Þessar bollur er tilvalið að bera fram með ilmandi grænmetissúpu.   

Bananabrauð - Brauð og bakstur

Bananabrauð er svo dásamlega gott með helgarkaffinu. Þessi uppskrift er vegan (hvorki egg né mjólkurvörur) og við notum fínt og gróft spelt til helminga, svo það er passlega gróft. Sælkerar bæta súkkulaðibitum í brauðið og þá er það eiginlega orðið að köku. Nammms! Við skreyttum með banana og möndlum ofan á, en það er ekki nauðsynlegt. Möndlurnar ristast við baksturinn og verða rosalega góðar. Bananinn gefur svona grillað bananabragð, sem minnir á fallegt sumarkvöld. 

Hálfmánar með sætkartöflufyllingu - Brauð og bakstur Ofnréttir Sumar

Þessir hálfmánar eru rosalega góðir. Flottur aðalréttur með salati og góðu spicy mayo, en líka handhægir í nesti eða lautarferð. Fyrir þá sem eru að flýta sér má kaupa tilbúið pizzadeig eða bökudeig, en það er samt ekkert mál að útbúa sitt eigið eftir uppskriftinni hér. 

Kanilsnúðar - Bakstur Brauð og bakstur Haust Vetur

Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim.