Spelt bollur
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Einfaldar og góðar spelt bollur, frábærar nýbakaðar með (vegan) smjöri og góðu áleggi eins og niðurskornu grænmeti eða hummus.
- 200g fínt spelt
- 200g gróft spelt
- 150g fræ blanda (t.d. sesam/sólkjarna/graskers)
- 50g kókosmjöl
- 4 tsk lyftiduft
- 2 tsk matarsódi
- 2 tsk sjávarsalt flögur
- 4 msk sítrónusafi
- 525 ml volgt vatn
Forhitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
Setjið öll þurrefnin saman í stóra skál og blandið saman með sleif.
Hellið nú vatninu og sítrónusafanum út í og blandið þar til deigið lítur út eins og grautur. Passið að hræra ekki of mikið, við viljum halda loftinu í deiginu.
Gott er að nota ískúluskeið til að móta bollurnar.
Raðið deigbollum á bökunarpappírinn og passið að hafa 5cm á milli svo þær hafi rými til að stækka í ofninum.
Bakið í 25 mín við 200°C.