Parmesan smákökur

Brauð og bakstur Vetur

  • Auðvelt
  • parmesan smákökur
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Í nóvember og desember finnst mörgum gott að gæða sér á smákökum og hafa það notalegt.
En ekki þurfa allar smákökur að vera sætar. Hér höfum við dýrindis smákökur með parmesan og púrrulauk, heslihnetum og sinnepi sem eru algjörlega ómótstæðilegar.


  • 115g parmesan eða vegan parmesan, rifinn  
  • 1 dl púrrulaukur eða vorlaukur   
  • 100g lífrænt spelt   
  • 50g heslihnetur  
  • 1 msk lífrænt gróft sinnep   
  • 75g smjör eða vegan smjör 
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
Saxið heslihneturnar gróft og þurrristið á pönnu.
Skerið púrrulaukinn eða vorlaukinn smátt.
Rífið ostinn og setjið í hrærivélaskál og bætið restinni af uppskriftinni út í og látið hnoðast saman. (Gott að nota annað hvort hrærivél eða matvinnsluvél með hnoðara).

Rúllið lengju úr deiginu og hafið ca 2 cm í þvermál, setjið inn í kæli í 1 klst, má líka vera yfir nótt.

Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffu. Skerið deigið í um ½ cm sneiðar, raðið á ofnskúffuna og bakið í 10 mín. Hafið augun á smákökunum síðustu 2 mín og passið að þær brenni ekki.

Látið kólna á grind.