Hafra og hindberja kökur

Brauð og bakstur Orkustykki

 • Auðvelt
 • Hafrakökur með hindberjum
 • Vegan: Já
 • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Þessar kökur eru hóflega sætar en mjög góðar, snilldar biti í síðdegishressingu eða með morgunkaffinu.

 • 1 banani, stappaður
 • 2 msk hlynsíróp
 • 60g (¼ b) möndlusmjör
 • 1 tsk vanilludropar
 • 140g (1 ¼ b) tröllahafrar
 • 1 tsk kanill
 • 50g dökkt súkkulaði
 • 50g frosin hindber

Hitið ofninn i 180°C

Setjið allt hráefnið í skál og hrærið saman.

Setjið bökunarpappír á ofnplötu, passlegt er að nota væna matskeið af deiginu fyrir hverja köku. Þjappið niður svo hver kaka sé u.þ.b. 1 cm á þykkt.

Bakið við 180°C í 15 – 20 mín.