Snarl

Fyrirsagnalisti

Hummus - Hummus og álegg

Þessi hummus er mjög ljúffengur, æðislegt að bera hann fram með niðurskornu fersku grænmeti og maískökum, en líka frábær í vefjur og pítur eða sem álegg á brauð.


Súkkulaði álegg - Hummus og álegg

Ljúffengt súkkulaði álegg úr kjúklingabaunum, hnetusmjöri og döðlum. Tilvalið til að smyrja á maískökur eða hrískökur og raða ferskum ávaxtabitum ofan á, eins og banana, epli, jarðaberjum eða bláberjum.


Hummus m krydduðum baunum - Hummus og álegg

Kryddaðar stökkar kjúklingabaunir og ferskir granateplakjarnar ásamt ferskum kryddjurtum gera þennan hummus alveg ómótstæðilegan. Hummusinn er silkimjúkur, kjúklingabaunirnar gefa gott bit, granateplakjarnarnir smá sætu og kryddjurtirnar himneskt bragð.

Berið til dæmis fram með heitu pítubrauði, eða grófu rúgbrauði, ásamt fersku eða bökuðu grænmeti.

Jalapeño hummus - Hummus og álegg

Þægilegt er að gera hummus úr lífrænum kjúklingabaunum frá Himneskt. Þegar hummusinn er tilbúinn passar hann akkúrat í tóma krukkuna, og best að geyma með loki inni í ísskáp.

Edamame hummus m/kryddolíu - Hummus og álegg

Grænn hummus úr edamame baunum og avókadó með dásamlegri kryddolíu.
Edamame baunir fást frosnar, í þessa uppskrift er best að kaupa lausfrosnar sem eru ekki í hýði.

Pestó hummus - Hummus og álegg

Pestó hummus er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum hummus.
Hummus er hollt og gott álegg á brauð og kex. Svo er líka frábært að nota hummus sem sósu inn í vefjur, eða út á salöt og skálar.


Eggaldin ídýfa - Hummus og álegg

Eggaldin ídýfu (Baba Ganoush) er gott að nota svipað og hummus, til dæmis sem ídýfu, álegg á brauð eða sem sósu inn í vefjur eða með ofnbökuðu grænmeti.

Svartbauna hummus - Hummus og álegg

Svartbauna hummus er frábært álegg á brauð, hrökkbrauð eða inn í vefjur. Líka gott að nota sem ídýfu með niðurskornu grænmeti.
Við notum ítölsku lífrænu og kaldpressuðu ólífuolíuna okkar í hummusinn. 


Kryddjurta og sítrushummus - Hummus og álegg

Hér höfum við uppskrift að kryddjurta- og sítrushummus þar sem við notum möndlusmjör í staðinn fyrir tahini, og bætum ferskum kryddjurtum í mixið og skvettum vel af sítrónusafa út í. 

Hundasúrupestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.