Snarl

Fyrirsagnalisti

Jalapeño hummus - Hummus og álegg

Þægilegt er að gera hummus úr lífrænum kjúklingabaunum frá Himneskt. Þegar hummusinn er tilbúinn passar hann akkúrat í tóma krukkuna, og best að geyma með loki inni í ísskáp.

Edamame hummus m/kryddolíu - Hummus og álegg

Grænn hummus úr edamame baunum og avókadó með dásamlegri kryddolíu.
Edamame baunir fást frosnar, í þessa uppskrift er best að kaupa lausfrosnar sem eru ekki í hýði.

Pestó hummus - Hummus og álegg

Pestó hummus er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum hummus.
Hummus er hollt og gott álegg á brauð og kex. Svo er líka frábært að nota hummus sem sósu inn í vefjur, eða út á salöt og skálar.


Eggaldin ídýfa - Hummus og álegg

Eggaldin ídýfu (Baba Ganoush) er gott að nota svipað og hummus, til dæmis sem ídýfu, álegg á brauð eða sem sósu inn í vefjur eða með ofnbökuðu grænmeti.

Svartbauna hummus - Hummus og álegg

Svartbauna hummus er frábært álegg á brauð, hrökkbrauð eða inn í vefjur. Líka gott að nota sem ídýfu með niðurskornu grænmeti.
Við notum ítölsku lífrænu og kaldpressuðu ólífuolíuna okkar í hummusinn. 


Kryddjurta og sítrushummus - Hummus og álegg

Hér höfum við uppskrift að kryddjurta- og sítrushummus þar sem við notum möndlusmjör í staðinn fyrir tahini, og bætum ferskum kryddjurtum í mixið og skvettum vel af sítrónusafa út í. 

Hundasúrupestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.