Jalapeño hummus
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Þægilegt er að gera hummus úr lífrænum kjúklingabaunum frá Himneskt. Þegar hummusinn er tilbúinn passar hann akkúrat í tóma krukkuna, og best að geyma með loki inni í ísskáp.
- 1 krukka kjúklingabaunir (3 ½ dl)
- 2 msk vatn
- 2 msk tahini
- 4 msk sítrónusafi
- 2 msk jalapeño, smátt saxað
- 1-2 hvítlauksrif, pressuð
- 1 - 1½ tsk salt
- ¼ tsk cuminduft
- cayenne pipar af hnífsoddi
- 2-3 msk jómfrúar ólífuolía
- 1 msk steinselja eða kóríander, smátt saxað
Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið.
Njótið!