Edamame hummus m/kryddolíu
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Grænn hummus úr edamame baunum og avókadó með dásamlegri kryddolíu.
Edamame baunir fást frosnar, í þessa uppskrift er best að kaupa lausfrosnar sem eru ekki í hýði.
Edamame baunir fást frosnar, í þessa uppskrift er best að kaupa lausfrosnar sem eru ekki í hýði.
Hummus
- 1 avókadó
- 250g edamame baunir
- 3 vorlaukar
- 15g kóríander
- 2 lime, hýði og safi
- 2 msk ólífuolía
- 1 tsk chili mauk
- 2 tsk sjávarsaltflögur (minna ef fínt salt)
Kryddolía
- 50g heslihnetur
- 50g pístasíur
- 1 msk sesamfræ
- 1 tsk kóríanderfræ
- 1 tsk cuminfræ
- 1 tsk sjávarsaltflögur
- hýði af 1 lime
- 1 ½ dl ólífuolía
Hummus
Byrjið á að afþíða edamame baunirnar. Gott er að setja þær í sigti og láta sigtið standa í skál af svipaðri stærð. Hellið sjóðandi vatni á frosnar baunirnar og látið liggja í vatninu 1 mínútu. Takið þá sigtið með baununum upp og hellið vatninu.
Setjið nú edamame baunirnar í matvinnsluvél ásamt öllu hinu hráefninu í hummus uppskriftinni og maukið.
Kryddolía
Þurrristið hnetur í ofni við 170°C í ca 6 mín eða þar til þær eru byrjaðar að taka fallegan gylltan lit.
Ristið fræin á pönnu í 2-4 mín.
Setjið bæði hnetur og fræ strax í matvinnsluvél og létt malið.
Setjið malaðar hnetur og fræ í skál og kryddið með salti og limehýði.
Takið smá frá af þessari blöndu til að nota sem dukkah, og hellið olíu yfir restina.