Eggaldin ídýfa

Hummus og álegg

  • Miðlungs
  • Babaganoosh - grillað eggaldin
  • Vegan: Já

Uppskrift

Eggaldin ídýfu (Baba Ganoush) er gott að nota svipað og hummus, til dæmis sem ídýfu, álegg á brauð eða sem sósu inn í vefjur eða með ofnbökuðu grænmeti.

  • 4 eggaldin
  • 150g grilluð paprika (úr krukku, t.d. frá Heima sem fæst í Hagkaup og Bónus)
  • 1 dl jómfrúar ólífuolía
  • 3 msk tahini
  • 4 hvítlauksrif
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 tsk sjávarsalt
  • ½ tsk paprikukrydd
  • ½ tsk cumin, malað
  • smá cayenne pipar ef vill
Skerið eggaldinin í tvennt, skerið rákir í þau, kryddið með salti, paprikukryddi og cumin og setjið í ofnskúffu og bakið við 180°C í 35 mínútur.

Takið eggaldinin út og leyfið að kólna. Finnið til restina af uppskriftinni á meðan.

Að lokum er allt sett í matvinnsluvél og maukað.

Smakkið til með meira sjávarsalti og cayenne pipar, ef vill.

Geymist í 5 daga í ísskáp - í lokuðu íláti.

Notist eins og hummus