Heslihnetu súkkulaði smjör
- Miðlungs
- Vegan: Já
Uppskrift
- 2 b heslihnetur, ristaðar
- ½ b kókospálmasykur
- ¼ b + 1 msk kakóduft
- smá sjávarsaltflögur
Ristið heslihneturnar við 160°C í 8-10 mín
Setjið heslihneturnar á hreint viskustykki og nuddið hýðið af
Setjið í matvinnsluvél ásamt kókospálmasykrinum, kakóduftinu og saltinu
Látið vélina ganga í u.þ.b. 4-6 mín, stoppið annað veifið og skafið niður hliðarnar
Tilbúið þegar orðið silkimjúkt og kekkjalaust og glansandi
Geymið í loftþéttu íláti í kæli.