Hummus með möndlusmjöri og kryddjurtum

Hummus og álegg

 • Auðvelt
 • Klassískur hummus
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 1 krukka forsoðnar kjúklingabaunir
 • ⅓ krukka grilluð paprika
 • 2 msk möndlusmjör
 • 2 msk jómfrúar ólífuolía
 • 2 msk ferskar kryddjurtir, þínar uppáhalds t.d. kóríander, basil, steinselja
 • 1-2 msk sítrónusafi
 • 2 hvítlauksrif
 • ½ - 1 tsk sjávarsaltflögur
 • örlítið af svörtum pipar

Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Hægt að setja aftur í baunakrukkuna og geyma í ísskáp í um 5 daga.