Pestó hummus
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Pestó hummus er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum hummus.
Hummus er hollt og gott álegg á brauð og kex. Svo er líka frábært að nota hummus sem sósu inn í vefjur, eða út á salöt og skálar.
Hummus er hollt og gott álegg á brauð og kex. Svo er líka frábært að nota hummus sem sósu inn í vefjur, eða út á salöt og skálar.
- 1 krukka kjúklingabaunir (3 ½ dl)
- 2 msk vatn
- 2 msk tahini
- 5 msk sítrónusafi
- 1-2 hvítlauksrif, pressuð
- 1 - 1½ tsk salt
- ¼ tsk cuminduft (ef vill)
- cayenne pipar af hnífsoddi
- 1-2 msk jómfrúar ólífuolía
- 3 msk pestó frá Himneskt
- 3-4 döðlur, smátt saxaðar
Hellið vatninu af kjúklingabaununum.
Setjið allt nema pestó og döðlur í matvinnsluvél og maukið saman þar til silkimjúkt og kekklaust.
Bætið síðan pestó og döðlum út í og blandið.
Geymist í 5-7 daga í kæli í loftþéttu íláti.