Pestó vöfflur með salsa

Brauð og bakstur

 • Auðvelt
 • Pestó vöfflur vegan
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Grænar pestó vöfflur eru skemmtilegur hádegisverður eða öðruvísi kvöldverður. Einnig er hægt að útbúa helminginn af vöffludeginu án pestó, og hinn helminginn með pestó, til að fá matarvöfflur og desertvöfflur á sama tíma.

 • 1 1/3b  jurtamjólk
 • 2 tsk eplaedik
 • 240g fínt spelt
 • 2 ½ tsk vínsteins lyftiduft
 • 1 tsk sjávarsaltflögur
 • 1 krukka grænt vegan pestó frá Himneskt
 • ½ dl kókosolía, bráðin

 • Salsa:
 • 4 tómatar, smátt skornir
 • 1 avókadó, afhýtt og skorið í bita
 • 2 msk smátt saxaður rauðlauk
 • 2 msk smátt saxaður kóríander
 • safi og hýði af 1 sítrónu
Byrjið á að setja jurtamjólkina og eplaedikið í krukku, látið standa í 5-10 svo mjólkin byrji að ystast.

Sigtið speltið í skál ásamt lyftiduftinu, bætið út í salti, pestói, kókosolíu og jurtamólkurblöndunni og hrærið mjög létt saman. Því minna sem þið hrærið því léttari verða vöfflurnar.

Bakið í vöfflujárni, og berið fram með tómatasalsa, og jafnvel ykkar uppáhalds fetaosti, t.d. vegan feta.